Q2 Report & Analysis

Markaður fyrir íbúðarhúsnæði hefur verið óvenju líflegur upp á síðkastið. Vaxtalækkanir í kjölfar COVID-19 farsóttarinnar þrýstu upp eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði. Samhliða aukinni eftirspurn hefur verð á íbúðarhúsnæði hækkað talsvert. Árshækkun á íbúðarhúsnæði nam tæplega 17% og hlutfall íbúða sem seljast á yfirverði hefur einnig aukist til muna.

Farsóttin hafði talsverð áhrif á atvinnuhúsnæði. Eftirspurn eftir atvinnuhúsnæði dróst saman í kjölfar farsóttarinnar, líklega vegna þeirrar óvissu sem skapaðist í kjölfar samkomutakmarkanna og annarra hamla til að lágmarka útbreiðslu COVID-19. Verð á skrifstofuhúsnæði sýnir jákvæða leitni upp á við á meðan verð á iðnaðarhúsnæði hefur lækkað. Markaðurinn fyrir atvinnuhúsnæði hefur hægt og rólega tekið við sér og eftirspurn eftir atvinnuhúsnæði aukist það sem af er ári. Nýtingarhlutfall atvinnuhúsnæðis hefur hækkað um ríflega 1.5% á öðrum ársfjórðungi 2021.

SÆKIÐ SKÝRSLU

Styrmir Bjartur Karlsson Managing Director, Croisette Iceland
Styrmir Bjartur Karlsson

Managing Director, Croisette Iceland

Mob: + 354 899 9090

styrmir@croisette.is

Vertu í sambandi!

Veistu þegar að hverju þú ert að leita? Þarftu á ráðgjöf að halda?

Fylltu í eyðublaðið fyrir neðan og við munum hafa samband!

Subscribe to our newsletter

Keep yourself up to date